Velja íslensku Chose English

Þjónusta NAVIS

NAVIS hefur á liðnum árum annast nýhönnun og breytingar á ólíkum gerðum skipa, þar á meðal flestra gerða fiskiskipa, togara, nóta-og flotvörpuskipa allt frá 10 m og upp í um 120 m að lengd sem flest hafa verið búin margþættum og flóknum búnaði. Þá hefur fyrirtækið hannað staðlaðar teikningar af flestum gerðum og stærðum fiskiskipa og minni gámaflutningaskipa, dráttarbáta og þjónustuskipa. Þessar teikningar eru tilbúnar til frekari vinnslu að óskum viðskiptavina. NAVIS tekur að sér gerð verklýsinga og útboðsgagna, kostnaðaráætlanir og mat á tilboðum auk eftirlits og umsjónar með verkum, hvort sem það eru nýsmíðar, breytingar eða viðgerðir.

logo

Navis Verkfræði og ráðgjafa
Hús Sjávarklasans
Grandagarði 16
101 Reykjavík kort
Sími 544 2450
Netfang navis@navis.is

 

SJÁVARKLASINN

SjávarklasinnNavis flutti starfsstöðvar sínar í  hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn árið 2013 og hefur síðan verið virkur  þátttakandi og meðlimur í sjávarklasasamstarfinu. Sjávarklasinn hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur sem hefur opnað margvíslega nýja möguleika í samstarfi við önnur fyrirtæki í tengdum greinum. Í því sambandi má meðal annars nefna Green Marine Technology (GMT), sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll vinna að því að þróa grænar lausnir, þar sem við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu til að vinna saman að þeim grænu markmiðum sem þar hafa verið skilgreind.  Green Marine Technology er til dæmis þátttakandi í teyminu sem vinnur þróun tvinn- línuveiðibátsins.  

Green Marine

Copyright © 2020 Navis - Marine Engineering and Consultation