Velja íslensku Chose English

Þjónusta NAVIS

NAVIS býður fjölbreytta ráðgjöf á sviði verkfræði, skipasmíða og útgerðar. Þar á meðal skoðun og ráðgjöf um val á vélbúnaði skipa og hönnun vinnslulína um borð. Fyrirtækið hefur meðal annars tekið þátt í og leitt rannsóknarverkefni á vegum Samgöngustofu, séð um leiðbeiningar og mat á verkefnum áður en í þau er ráðist, undirbúið, aðstoðað við og gert útboðsgögn sem undanfara framkvæmda, tekið þátt í og leitt samningaviðræður og metið og samið um verklok og greiðslur. Fyrirtækið sér um hallaprófanir, stöðugleikaútreikninga og margs konar önnur tæknimál og áætlanir fyrir útgerðarmenn, skipasmíðastöðvar og aðra þjónustuaðila. Verkefnin er fjölbreytt og tengjast bæði skipasmíði, útgerð og fiskvinnslu.

logo

Navis Verkfræði og ráðgjafa
Hús Sjávarklasans
Grandagarði 16
101 Reykjavík kort
Sími 544 2450
Netfang navis@navis.is

 

SJÁVARKLASINN

SjávarklasinnNavis flutti starfsstöðvar sínar í  hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn árið 2013 og hefur síðan verið virkur  þátttakandi og meðlimur í sjávarklasasamstarfinu. Sjávarklasinn hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur sem hefur opnað margvíslega nýja möguleika í samstarfi við önnur fyrirtæki í tengdum greinum. Í því sambandi má meðal annars nefna Green Marine Technology (GMT), sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll vinna að því að þróa grænar lausnir, þar sem við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu til að vinna saman að þeim grænu markmiðum sem þar hafa verið skilgreind.  Green Marine Technology er til dæmis þátttakandi í teyminu sem vinnur þróun tvinn- línuveiðibátsins.  

Green Marine

Copyright © 2020 Navis - Marine Engineering and Consultation