Velja íslensku Chose English

Þjónusta NAVIS

Veigamikill þáttur í starfi NAVIS er eftirlit með hvers kyns framkvæmdum, sérlega með nýsmíðum og breytingum skipa. Starfsmenn NAVIS hafa margra ára reynslu af slíkum verkum og sumir þeirra hafa um áratugaskeið starfað sem sérlegir skoðunarmenn fyrir alþjóðleg flokkunarfélög skipa. Þótt meginþáttur þessarar reynslu tengist fyrst og fremst fiskiskipum af öllum stærðum og gerðum, annast starfsmenn NAVIS einnig eftirlit með breytingum á öðrum tegundum skipa eins og til dæmis ekju- og farþegaferjum sem sigla við Ísland. Á seinni árum hafa tjónaskoðanir og matsgerðir af ýmsu tagi, fyrir innlend og alþjóðleg tryggingafélög og skipafélög verið veigamikill þáttur í starfsemi NAVIS. Einnig minni háttar skoðanir og útgáfa staðfestinga í tengslum við leigu skipa á milli aðila. NAVIS veitir margvíslega aðra þjónusta og má í raun segja að fyrirtækinu sé fátt óviðkomandi á sviði skipa, sjávarútvegs og flutningastarfsemi.

logo

Navis Verkfræði og ráðgjafa
Hús Sjávarklasans
Grandagarði 16
101 Reykjavík kort
Sími 544 2450
Netfang navis@navis.is

 

SJÁVARKLASINN

SjávarklasinnNavis flutti starfsstöðvar sínar í  hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn árið 2013 og hefur síðan verið virkur  þátttakandi og meðlimur í sjávarklasasamstarfinu. Sjávarklasinn hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur sem hefur opnað margvíslega nýja möguleika í samstarfi við önnur fyrirtæki í tengdum greinum. Í því sambandi má meðal annars nefna Green Marine Technology (GMT), sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll vinna að því að þróa grænar lausnir, þar sem við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu til að vinna saman að þeim grænu markmiðum sem þar hafa verið skilgreind.  Green Marine Technology er til dæmis þátttakandi í teyminu sem vinnur þróun tvinn- línuveiðibátsins.  

Green Marine

Copyright © 2020 Navis - Marine Engineering and Consultation