Navis Verkfræði og ráðgjafa
Hús Sjávarklasans
Grandagarði 16
101 Reykjavík kort
Sími 544 2450
Netfang navis@navis.is
Navis flutti starfsstöðvar sínar í hús Sjávarklasans við Reykjavíkurhöfn árið 2013 og hefur síðan verið virkur þátttakandi og meðlimur í sjávarklasasamstarfinu. Sjávarklasinn hefur reynst öflugur samstarfsvettvangur sem hefur opnað margvíslega nýja möguleika í samstarfi við önnur fyrirtæki í tengdum greinum. Í því sambandi má meðal annars nefna Green Marine Technology (GMT), sem er samstarf 10 íslenskra fyrirtækja sem öll vinna að því að þróa grænar lausnir, þar sem við höfum skrifað undir viljayfirlýsingu til að vinna saman að þeim grænu markmiðum sem þar hafa verið skilgreind. Green Marine Technology er til dæmis þátttakandi í teyminu sem vinnur þróun tvinn- línuveiðibátsins.