Ráðgjöf

NAVIS býður fjölbreytta ráðgjöf á sviði verkfræði, skipasmíða og útgerðar. Þar á meðal skoðun og ráðgjöf um val á vélbúnaði skipa og hönnun vinnslulína um borð. Fyrirtækið hefur meðal annars tekið þátt í og leitt rannsóknarverkefni á vegum Samgöngustofu, séð um leiðbeiningar og mat á verkefnum áður en í þau er ráðist, undirbúið, aðstoðað við og gert útboðsgögn sem undanfara framkvæmda, tekið þátt í og leitt samningaviðræður og metið og samið um verklok og greiðslur. Fyrirtækið sér um hallaprófanir, stöðugleikaútreikninga og margs konar önnur tæknimál og áætlanir fyrir útgerðarmenn, skipasmíðastöðvar og aðra þjónustuaðila. Verkefnin er fjölbreytt og tengjast bæði skipasmíði, útgerð og fiskvinnslu.

Ráðgjafa þjónusta