Eftirlit og skoðanir

Veigamikill þáttur í starfi NAVIS er eftirlit með hvers kyns framkvæmdum, sérlega með nýsmíðum og breytingum skipa. Starfsmenn NAVIS hafa margra ára reynslu af slíkum verkum og sumir þeirra hafa um áratugaskeið starfað sem sérlegir skoðunarmenn fyrir alþjóðleg flokkunarfélög skipa. Þótt meginþáttur þessarar reynslu tengist fyrst og fremst fiskiskipum af öllum stærðum og gerðum, annast starfsmenn NAVIS einnig eftirlit með breytingum á öðrum tegundum skipa eins og til dæmis ekju- og farþegaferjum sem sigla við Ísland. Á seinni árum hafa tjónaskoðanir og matsgerðir af ýmsu tagi, fyrir innlend og alþjóðleg tryggingafélög og skipafélög verið veigamikill þáttur í starfsemi NAVIS. Einnig minni háttar skoðanir og útgáfa staðfestinga í tengslum við leigu skipa á milli aðila. NAVIS veitir margvíslega aðra þjónusta og má í raun segja að fyrirtækinu sé fátt óviðkomandi á sviði skipa, sjávarútvegs og flutningastarfsemi.