Navis ehf

Verkfræði- og ráðgjafarfyrirtækið NAVIS ehf var stofnað 21. mars árið 2003. Stofnendurnir höfðu áratuga reynslu úr mismunandi fyrirtækjum sem tengdust sjávarútvegi, skipahönnun og margvíslegum öðrum verkefnum í þessum geira. Í ársbyrjun 2004 sameinuðu NAVIS og verkfræðistofan Fengur krafta sína og úr varð Navis-Fengur, sem fljótlega breyttist aftur í NAVIS, er þeir síðarnefndu tóku alfarið yfir reksturinn. Starfsemi NAVIS hvílir þannig á traustum grunni sem lagður hefur verið á löngum tíma af sérfræðingum í hönnun og skipaverkfræði. Fyrirtækið sinnir fyrst og fremst þjónustu sem tengist skipum, skipasmíðastöðvum, útgerðum, fiskvinnslufyrirtækjum og skyldum rekstri. Starfsmenn NAVIS búa yfir mikilli reynslu og yfirgripsmikilli þekkingu í faginu sem þeir hafa öðlast við nám og störf bæði hérlendis og víða erlendis.

Þjónusta