Perlu lyft af botni Reykjavíkurhafnar

1.	„Okkar aðkoma fólst í að reikna út stöðugleika skipsins og skipuleggja björgunina,“ segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis. Á bakvið Hjört liggur Perlan á kafi og glittir aðeins í loftnet skipsins sem voru það eina sem stóð upp úr sjónum auk dæluturna sem komið hafði verið fyrir af björgunaraðilum.„Okkar aðkoma fólst í að reikna út stöðugleika skipsins og skipuleggja björgunina,“ segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis. Á bakvið Hjört liggur Perlan á kafi og glittir aðeins í loftnet skipsins sem voru það eina sem stóð upp úr sjónum auk dæluturna sem komið hafði verið fyrir af björgunaraðilum.

Mánudaginn 16. nóvember tókst að ná sanddæluskipinu Perlu af botni Reykjavíkurhafnar eftir að skipið hafði legið þar í hálfan mánuð. Navis var falið af eigendum og tryggingafélagi Perlu að annast verkfræðilegan undirbúning að björgun skipsins í samráði við Ráðgarð skiparáðgjöf.  Áður höfðu verið gerðar tvær árangurslausar tilraunir til að ná því á flot.

Perlan eftir að hún var komin aftur á flot.Perlan eftir að hún var komin aftur á flot.Fyrsta verk Navis var að útbúa tölvu teikningar af skipinu en þær lágu ekki á lausu enda skipið komið til ára sinna. „Okkar aðkoma að þessu máli var að reikna út stöðugleika skipsins og skipuleggja björgunina. Til að aðgerð sem þessi geti heppnast verður að vera hægt að ná stjórn á stöðugleika skipsins.  Þegar skipið byrjar að lyfta sér er stöðugleikinn enginn eða neikvæður á meðan skipið er í kafi og því þarf lítið til að því hvolfi,“ segir Hjörtur Emilsson framkvæmdastjóri Navis. Eftir ítarlega undirbúningsvinnu og þéttingu skipsins, sem Köfunarþjónusta Sigurðar sá um hófust björgunaraðgerðir að nýju um hádegi mánudaginn 16. nóvember. Eftir nokkurra klukkustunda dælingu byrjaði skipið loks að fljóta upp hægt en örugglega. Til að varna því að það ylti á hliðina var stór prammi settur við aðra hliðina og tveir dráttarbátar Faxaflóahafna héldu við skipið og hinum megin var böndum komið í hafrannsóknaskipið Árna Friðriksson sem hélt við þeim megin.  Að kvöldi dags var verkinu lokið og Perlan aftur risin úr sæ og tryggilega fest við hafnargarðinn.

Dæling í fullum gangiDæling í fullum gangiHjörtur segir að björgun Perlu sé eitt af þessum verkefnum sem komi fyrirvaralaust inn á borð til Navis og sem þurfi að vinna fljótt.  Þeir hafa áður komið að björgun skipa og má þar nefna björgun flutningaskipsins Wilson Muga sem strandaði við Reykjanes árið 2006.  Þá tókst að fleyta því af strandstað með því að þétta skipið vel og dæla lofti í ákveðin hólf.