Nýr liðsmaður Navís

Alexander er 24 ára frá Svíþjóð. Hann segir starfsumhverfið á Íslandi höfða til sín. Hann hafi alla tíð verið í mikilli nálægð við hafið enda komi hann sjálfur frá eyjunni Asperöy fyrir utan Gautaborg.  „Þótt þar sé ekki rekin fiskvinnsla eða útgerð í sama mæli og hér á landi hefur sjórinn og það sem honum tengist alltaf heillað mig.“  Alexander segir þátttöku Navis í íslenska sjávarklasanum mjög áhugaverða og bjóða upp á spennandi möguleika á samstarfi ólíkra fyrirtækja innan sjávarútvegsins.

„Eftir að hafa kynnst starfsfólki Navis við gerð lokaverkefnisins lá beint við að falast eftir vinnu hjá þeim og ég er mjög ánægður að vera kominn til starfa hér,“ segir Alexander Andersson.  Hann segist heillaður af íslenskri nátturu og hafi meðal annars skoðað Gullfoss og Geysi og hlakkar til að geta ferðast meira um landið.