Í júlí síðastliðnum var afhentur togarinn Kaiyo Maru No51
frá skipasmíðastöðinni MIHO í borginni Shimizu í Japan, en hann er smíðaður eftir fyrirkomulagsteikningu frá Navis ehf.
Í febrúar 2012 var undirritaður samningur milli Navis og
MIHO Shipyard um hönnun, teikningar og tæknilega ráðgjöf vegna smíða á togara.
Í mars 2012 kom hópur Japana hingað til lands eins og fram kom í frétt okkar frá því í maí 2012 og í framhaldi af þeirri heimsókn var undirritaður, af fulltrúum Kaiyo Maru útgerðarinnar, samningur um kaup á fyrirkomulagsteikningu frá Navis ehf.
Kjölur Kaiyo Maru No51 var lagður í september á síðasta ári
og skipið svo afhent fullbúið 22. júlí í sumar 2013. Skipið sem er 60,3 m á lengd og 13,5 m á
breidd er frystitogari og útbúið til hefðbundinna togveiða. Í ágúst mánuði var
skipið í reynslu á útbúnaði en er núna komið til veiða.
Skipið hefur vakið jákvæða umfjöllun vegna breytinganna frá hefðbundnum japönskum togurum. Fram kemur í viðtali við Mr Kawamura í Fishing News (Oktober 2013, Issue 10) að ekki hefur verið byggt skip af þessari stærðargráðu í Japan undanfarin 25 ár, hafa þeir því ekki haldið í við þá þróun á veiðum, veiðarfærum og aðstöðu áhafnar sem orðið hefur í vestrænum útgerðum, sem varð til þess að útgerðin leitaði til Íslands varðandi fyrirkomulagshönnun á skipinu.
Kaiyo Maru No51 kemur í staðinn fyrir Tenshu Maru No5 sem útgerðin missti í flóðbylgjunni sem varð í kjölfarið af jarðskjálftanum 11. mars 2011. Útgerðin var í samstarfi við Japönsk stjórnvöld og samtök útgerðamanna JOFA sem studdu verkefnið.
Fleiri íslensk fyrirtæki höfðu aðkomu að þessu skipi s.s.
Naust Marin ehf sem seldi þeim vindukerfi og Hampiðjan hf sem seldi þeim veiðarfæri.
Navis - Hús Sjávarklasans - Grandagarði 16 - 101 Reykjavík kort - Sími 544 2450 - Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.