Navis hefur tekið að sér að uppfæra teikningar sem notaðar verða við smíði tveggja systurskipa fyrir rússneskar útgerðir. Það er Cramaco, lítil verkfræðistofa í Tromsö í Noregi, sem upphaflega hannaði skipin og voru byggðir 25 togarar fyrir Rússa eftir þessum teikningum á árunum 1995 til 2000. Eftir langt hlé vilja Rússar nú fá fleiri skip samkvæmt sömu teikningum en vilja að þau verði lengd um 6 metra.
Togararnir tveir verða smíðaðir í Króatíu. Að sögn Frímanns A. Sturlusonar skipatæknifræðings hjá Navis er um að ræða 64 metra löng og 13,5 metra breið skip með fullvinnslu á afla og frystingu um borð. „Auk þess að uppfæra allar teikningar hefur fallið til talsverð ráðgjafavinna í kringum þetta verkefni,“ segir Frímann og bætir því við að verkfræðistofan Ráðgarður sé með samninginn við Cramaco í Tromsö en að Navis vinni þetta verkefni sem undirverktaki þeirra. Útfærsla skipanna er mjög lík og er vinnu við að uppfæra teikningar af fyrra skipinu lokið en vinnu við hið síðara stendur yfir.
Navis - Hús Sjávarklasans - Grandagarði 16 - 101 Reykjavík kort - Sími 544 2450 - Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.