Efri báturinn heitir Tuukkaq (skutulsoddurinn) en hinn heitir Sakkeq (konu-hnífurinn). Frá því var sagt í gær á mbl.is að fyrstu kajakgrindurnar sem smíðaðar eru í Hnífsdal verða sendar til útlanda í lok janúar eða byrjun febrúar. Þetta er í fyrsta skipti sem kajakar eru smíðaðir á Íslandi, sérstaklega til útflutnings. Tveir menn vinna við smíðina og ef salan verður eins góð og vonir standa til fjölgar þeim í fjóra. Framleiðslan er á vegum fyrirtækisins Greenland Kayaks sem er að hluta til í eigu Byggðastofnunar Grænlands. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Baldvin Kristjánsson sem hefur verið kajakleiðsögumaður og -kennari til margra ára.
Navis teiknaði grindurnar í bátana og sá um styrktar- og stöðugleikaútreikninga þeirra eins og segir í frétt okkar frá 30.10 2010. Sjá nánar á http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/01/19/fyrstu_kajakarnir_fra_islandi/
Navis - Hús Sjávarklasans - Grandagarði 16 - 101 Reykjavík kort - Sími 544 2450 - Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.