Fréttir 2010

Navis á China Fisheries and Seafood Expo í Kína

fra_islenska_basnumÍslenski sýningarbásinn á China Fisheries and Seafood Expo í Dalían í Kína. Þessi mynd var tekin við opnun sýningarinnar í morgun.Navis er meðal íslenskra fyrirtækja sem taka þátt í sjávarútvegssýningunni China Fisheries and Seafood Expo sem stendur dagana 2.-4. nóvember í Dalían í Kína. Þetta er í 15. sinn sem sýningin er haldin en hún er ein stærsta sýning sinnar tegundar í Asíu og hefur farið stækkandi á undanförnum árum.

Sýningin í Dalían er ætluð framleiðendum sjávarafurða og framleiðendum tækni- og tækjabúnaðar og ýmsum öðrum þjónustuaðilum við sjávarútveginn. Sýnendur koma frá um 30 löndum og er reiknað með um 15.000 gestir frá um 50 löndum sæki sýninguna. Borgin Dalían er önnur af tveimur stærstu borgum í innflutningi á sjávarafurðum í Kína en í Dalían og nærliggjandi borgum eru yfir 500 fiskvinnslur sem eru ISO og HACCP vottaðar.

syningarhollin-i-dalianSýningarhöllin í Dalían þar sem sýningin er haldin.Navis tekur þátt í sýningunni ásamt nokkrum íslenskum fyrirtækjum í sýningarbási sem Íslandsstofa hefur haft veg og vanda að. Í tengslum við sýninguna gengu fulltrúar þriggja íslenskra fyrirtækja í gær frá samstarfssamningi við kínverska umboðsskrifstofu sem mun sjá um að kynna hönnun og framleiðslu þeirra á kínverskum markaði. Auk Hjartar Emilssonar framkvæmdastjóra Navis skrifuðu undir þann samning Helgi Kristjánsson frá Naust Marine og Atli Jósafatsson frá Polar Fishing Gear.