Fréttir 2010

Grænlenskur kajak - Verkefni Navis eru bæði stór og smá.

kajakGrind í grænlenskann kajakUndanfarna mánuði hefur Karl Lúðvíksson skipaverkfræðingur hjá Navis aðstoðað Grænlensk-íslenska fyrirtækið Greenland kayaks við hönnun á Grænlenskaum kajak sem fyrirtækið hyggst smíða á verkstæði sínu á Ísafirði.  Karl hefur tölvuunnið þrívíddarmódel af grind kajaksins og gert nauðsynlega styrktar- og stöðugleikaútreikninga fyrir hann. 

Í viðtali sem Morgunblaðið átti við Baldvin Kristjánsson framkvæmdastjóra  Greenland kayaks 21 júní s.l., undir fyrirsögninni „Eins og sjófugl á sundi“ lýsir Baldvin því yfir hvaða eiginleikum góður kajak þarf að búa.

„Góður kajak á að vera hreyfanlegur eins og hryggjarsúlan í þér“ segir Baldvin. „Grænlenskur kajak er eins og sjófugl á sundi, hann liggur í öldunni og hreyfist mjúklega með henni. Ef þú hendir plastflösku í sjóinn þá hoppar hún og skoppar án mýktar. Þetta er munurinn á steyptum kajak og grænlenskum kajak með grind. Í grænlenskum báti er grindin alltaf bundin, aldrei skrúfuð og enn síður steypt, þetta er það sem gefur kajaknum líf“, segir Baldvin.  Efnið í grind kajakanna verður unnið úr sjálfbærum skandinavískum skógi, fura notuð í kjöl og borðstokk, „rifbeinin“ eru úr aski og styrktarbitar úr eik.

Hingað til hefur verið vandamál við kajaka með dúk að efnin hafa ekki verið nógu endingargóð. Kajakinn sem framleiddur verður á Ísafirði er með einstökum dúk sem fyrirtækið hefur þróað með samstarfsaðilum í Þýskalandi. „Við duttum niður á efni sem heitir Dyneema og er m.a. oft notað í herhjálma, brynvörn, togvíra og fleira Vandamálið við þetta efni, sem er sterkara en stál, er að aldrei hefur tekist að lita það eða gera það vatnshelt fyrr en nú. Bátarnir verða óvenju léttir, liprir og sterkir og rúsínan í pylsuendanum er að þeir verða talsvert ódýrari en innfluttir kajakar“.segir Baldvin.

Eins og sjá má af lýsingu Baldvins er margs að gæta við hönnun og smíði á kajak sem byggja á með nútímaaðferðum á úr nýju efni, en á jafnframt að viðhalda eiginleikum hefðbundins Grænlensks kajaks.

Gaman er að geta þess að á sama tíma og Karl vinnur að hönnun þessa kajaks sem vegur u.þ.b tuttugu  kg vinnur hann ásamt öðrum starfsmönnum Navis að hönnum flutningapramma sem vega u.þ.b tíu þúsund tonn hver, eða jafn mikið og hálf milljón kajaka.