Agnar ErlingssonHaraldur V. Noregskonungur hefur sæmt Agnar Erlingsson,skipaverkfræðing hjá Navis hinni konunglegu norsku heiðursorðu (Den kongelige norske fortjenstorden) fyrir að hafa um margra ára skeið unnið ötullega að því að þróa og efla náið samstarf Íslands og Noregs. Agnar sem er einn af stofnendum Navis var um árabil aðalræðismaður Noregs á Íslandi. Áður en Agnar hóf störf hjá Navis við stofnun fyrirtækisins árið 2003, var hann framkvæmdastjóri Det Norske Veritas á Íslandi um 25 ára skeið. Það var Margit Tveiten, sendiherra Noregs sem afhenti Agnari heiðursmerkið í bústað sendiherrans við Fjólugötu. Samstarfsmenn Agnars hjá Navis óska honum til hamingju með þennan verðskuldaða heiður.
Navis - Hús Sjávarklasans - Grandagarði 16 - 101 Reykjavík kort - Sími 544 2450 - Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.