Siglingastofnun undirbýr nú að taka upp nýtt fyrirkomulag við skoðun báta sem eru undir 15 metrar að lengd. Sérfræðingar Navis taka þátt í að undirbúa þessa breytingu en hún felst í því að eigendum smærri báta verður falið að sjá sjálfir um árlega skoðun báta sinna samkvæmt forskrift Siglingastofnunar. Stofnunin mun hins vegar fylgjast með því að skoðanir séu framkvæmdar samkvæmt reglum með því að taka prufur af handahófi.
Danir og Norðmenn hafa þegar tekið upp slíkt fyrirkomulag og hefur það gefist vel að sögn Agnars Erlingssonar skipaverkfræðings hjá Navis. „Þetta mun væntanlega fela í sér umtalsvert lægri skoðunarkostnað fyrir útgerðirnar og einhvern samdrátt í verkefnum fyrir þá sem hafa annast þessar skoðanir hingað til. Ég hef hins vegar trú á því að þetta verði til bóta því þegar menn skoða eigin skip þá verður skoðunin ennþá betri og ítarlegri en áður því menn munu kappkosta að bátarnir séu í góðu lagi,“ segir Agnar.
Navis - Hús Sjávarklasans - Grandagarði 16 - 101 Reykjavík kort - Sími 544 2450 - Netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.