Fréttir 2007

Góð reynsla af veltitanki Breiðafjarðarferjunnar

dsc09609Veltitankurinn um borð í Breiðarfjarðarferjunni Baldri.-Er eins og allt annað skip

„Það datt engum okkar í hug að veltitankurinn myndi hafa jafn mikil og jákvæð áhrif á hreyfingar skipsins eins og reynslan er að sýna. Skipið sem var með mjög stífar hreyfingar er nú mun mýkra og farþegar sem hafa ferðast mikið með okkur tala um að þetta sé eins og allt annað skip,“ segir Pétur Ágústsson framkvæmdastjóri og skipstjóri hjá útgerð Breiðafjarðarferjunnar Baldurs.  Fljótlega eftir að nýja Breiðafjarðarferjan var tekin í notkun fór að bera á kvörtunum frá farþegum og áhöfn sem þóttu hreyfingar skipsins óþægilega snöggar og harðar. Því voru sérfræðingar Navis Fengs fengnir til hanna veltitank í skipið til að mýkja hreyfingarnar. Verkið var unnið í samvinnu við Stefán Guðsteinsson skipatæknifræðing og fóru prófanir meðal annars fram á sérstöku líkani í tækjabúnaði Siglingamálastofnunar.  Veltitankinum sem vegur um 13 tonn og getur tekið allt að 70 tonn af vökva var nýlega komið fyrir á efsta þilfari skipsins. Síðan hefur skipið verið í ferðum í alls konar veðrum og hefur tankurinn komið mjög vel út að sögn Péturs.  Hann segir dsc09626að þeir séu enn að prófa sig áfram með tankinn en þeim hafi verið ráðlagt að vera með 50-60% fyllingu þannig að heildarþunginn á tankinum með þeirri hleðslu sé um 50 tonn.  Það hafi hins vegar hvorki áhrif á ganghraða skipsins né hleðslu skipsins enda er heildarþyngd Breiðafjarðarferjunnar um 1100 tonn.