Norska verkfræðistofan Vik og Sandvik hefur falið sérfræðingum Navis að hanna stálteikningar fyrir nýtt stórt uppsjávarveiðiskip sem smíðað verður fyrir Færeyinga. Navis hefur átt gott samstarf við Vik og Sandvik á undanförnum árum en þetta nýjasta verkefni er stærsta uppsjávarveiðiskipið sem Navis hefur tekið þátt í að hanna fyrir Vik og Sandvik á undanförnum árum. Gert er ráð fyrir að Navis ljúki gerð stálteikninga skipsins fyrir áramót.
Skipið verður 81,6 metra langt og 16,6 á breidd og að sögn Frímanns Sturlusonar skipatæknifræðings verður það útbúið til hefðbundinna uppsjávarveiða með flottroll og nót, fyrir kolmunna, makríl, síld og loðnu.
Skrokkur skipsins verður að líkindum smíðaður í Tyrklandi en hann síðan fluttur til Danmerkur þar sem lokið verður við smíðina í skipasmiðastöð Karstensens Skipbsverft á Skagen. Miðað er við að smíði skipsins verði lokið í ágúst 2009.
Miklar annir eru nú hjá skipasmíðastöðvum um allan heim að sögn Frímanns og víðast langur biðtími eftir að komast að. Á undanförnum árum hafi Tyrkir hins vegar verið að byggja upp mjög öflugan og þróaðan skipasmíðaiðnað og því sé í auknum mæli leitað með verkefni þangað.
Hjá Navis er nú verið að undirbúa breytingar á tveimur togurum fyrir útgerðarfélag sem gerir út frá borginni Ushuaia syðst í Argentínu. „Það er ánægjulegt að við sem erum hérna...
Read moreVegna nýlegrar reglugerðarbreytingar sem heimilar stærri bátum en áður síldveiðar á grunnslóð við Noregsstrendur eru eigendur norskra nótabáta nú unnvörpum að stækka báta sína. Hjá Navis er nú verið að...
Read moreSkoðun og mat á tjónum hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Navis undanfarin misseri og lætur nærri að ein slík skoðun fari fram á vegum Navis á hverjum virkum degi...
Read moreHafnarstjórn Grindavíkur og Siglingastofnun hafa nýlega samið um smíði á nýjum dráttar- og hafnsögubát fyrir Grindavíkurhöfn. Navis sá um gerð útboðslýsingar og aðstoðaði við samningsgerðina en gert er ráð fyrir...
Read moreSiglingastofnun undirbýr nú að taka upp nýtt fyrirkomulag við skoðun báta sem eru undir 15 metrar að lengd. Sérfræðingar Navis taka þátt í að undirbúa þessa breytingu en hún felst...
Read moreÁ sama tíma og Navis Fengur flytur úr Trönuhrauni í Flatahraun 5 í Hafnarfirði styttist nafn félagsins og verður það sama og í upphafi eða Navis. Í dag þegar liðin...
Read moreNorska verkfræðistofan Vik og Sandvik hefur falið sérfræðingum Navis að hanna stálteikningar fyrir nýtt stórt uppsjávarveiðiskip sem smíðað verður fyrir Færeyinga. Navis hefur átt gott samstarf við Vik og Sandvik...
Read moreÍ nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er meðal annars að finna ítarlegt viðtal við Hjört Emilsson framkvæmdastjóra Navis um giftursamlega björgun flutningaskipsins Wilsons Muuga úr fjörunni við Sandgerði. Hjörtur var einn...
Read more„Auðvitað er það mikill léttir að það skyldi takast jafn vel að ná skipinu af strandstað og raun ber vitni en það sem skipti sköpum er að við vorum búnir...
Read moreÁ flóðinu í dag verður látið á það reyna hvort hægt verður að fleyta flutningaskipinu Wilson Muuga af strandstað við Sandgerði. Undanfarnar vikur hefur liðlega tugur manna unnið sleitulaust að því...
Read moreNavis - Grandagardi 16 - 101 Reykjavík map - Tel +1(354)544 2450 - Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.