Tímaritið Ægir fjallar um björgun Wilsons Muuga

Tímaritið ÆgirÍ nýjasta tölublaði tímaritsins Ægis er meðal annars að finna ítarlegt viðtal við Hjört Emilsson framkvæmdastjóra Navis um giftursamlega björgun flutningaskipsins Wilsons Muuga úr fjörunni við Sandgerði. Hjörtur var einn þeirra sem lögðu línurnar um björgun skipsins. Í viðtalinu við Ægi segir hann frá ævintýralegum undirbúningi verksins en hann dvaldi á þriðju viku um borð í skipinu á meðan hann fór fram.